Við höfum aldeilis fengið það staðfest með hana Gná okkar frá Skipaskaga (F: Konsert frá Hofi & M: Gletta frá Skipaskaga).
Við höfum nú í þrígang ætlað að sýna hana í kynbótadómi allt frá 4ra vetra aldri. Síðast nú í vor þá 6 vetra gömul. Í öll skiptin hefur hún orðið hölt rétt fyrir kynbótasýningar af hinum og þessum ástæðum….nú í vor daginn fyrir sýningardaginn 😩
Þessi hryssa er mjög efnileg, með góðan vilja og gott geðslag og þar að auki gullfalleg. Við höfðum fyrir þónokkru síðan ákveðið að taka hana inn í okkar ræktun þegar þar að kæmi. Við ákváðum því í sumar að gefa henni langt frí frá þjálfun og tekur hún nú forskot á sæluna sem ræktunarmeri og er fylfull við Vörð, tveggja vetra foli undan Veigari.
Hún kemur svo vonandi fílefld til baka í þjálfun þegar þar að kemur!
Þetta myndband er tekið nú í lok maí. Knapi er Leifur Gunnarsson.
Comments