top of page
Search

Hrókur - notkun sumarið 2025

  • skipaskagi
  • 1 day ago
  • 1 min read

Hrókur tekur á móti hryssum á húsi og í girðingu í Holtsmúla 1, sumarið 2025!


Móðir: Viska frá Skipaskaga (8,03). Fyrstu 4 afkvæmin hafa hlotið 1.verðlaun (8,46 meðaltal).

Faðir: Eldjárn frá Skipaskaga (8,72). Er byrjaður að sanna sig sem afkvæmahestur.


Hrókur er frábær alhliða gæðingur sem hlaut hvorki meira né minna en 9.05 fyrir hæfileika einungis 5 vetra gamall. Þar á meðal 9.5 fyrir tölt og samstarfsvilja! Hrókur er mikið rúmur, hágengur alhliðahestur með frábært geðslag og hefur hlotið 8.50 fyrir byggingu, þar á meðal 9 fyrir samræmi og hófa.


  • 8,86 í aðaleinkunn 5 vetra gamall

  • 2 x 9,5 fyrir tölt og samstarfsvilja

  • 5 x 9 fyrir brokk, fegurð í reið, fet, samræmi og hófa

  • Kynbótamat 133

  • Hæð á herðar 152 cm


Verð er 266.600 kr. með öllu (1 sónar, þjónustu- og hagagjald og virðisauki). Pantanir berist til Jósefs í síma 849-5919, Magnúsar Lárussonar í síma 659-2238 eða á holtsmuli1@gmail.com.







 
 
 

Comments


skipaskagi_f_edited.png

Skipaskagi ehf. / Kt: 580713-1650

Litla-Fellsöxl, 301 Akranes

Jón Árnason +354 899-7440

Sigurveig Stefánsdóttir +354 848-7839

skipaskagi@gmail.com

  • Hvid Facebook ikon
  • Hvid Instagram Icon

© 2021 SKIPASKAGI│WEBSITE BY CAROLINE JENSEN

bottom of page