Skipaskagi er ræktunarbú hjónanna Jóns Árnasonar og Sigurveigar Stefánsdóttur. Árið 2006 byrjuðu þau að nota nafnið Skipaskagi, en þar áður var ræktun þeirra kennd við Akranes. Ræktunarbúið er staðsett á bænum Litla-Fellsöxl á Vesturlandi, rétt fyrir utan Akranes.
Ásamt þeim hjónum starfa einnig á ræktunarbúinu þau Leifur Gunnarsson og dóttir þeirra Ólöf Helga Jónsdóttir. Skipaskagi er með frábæra aðstöðu til tamninga og þjálfunar, svo sem stóra og góða reiðhöll, hringekju, víbrabretti, stórt og rúmgott hesthús og flottar reiðleiðir í náttúrunni.
Ræktunarmarkmið Skipaskaga er að rækta stór, falleg og léttbyggð hross sem að sjálfsögðu hafa hæfileika og gott geðslag. Skipaskagi hefur verið tilnefnt til ræktunarverðlauna ársins árin 2008, 2010, 2011, 2012, 2016, 2017, 2019, 2020, 2021 & 2022.
Ágrip af okkar áratuga ræktunarsögu má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan, sem krakkarnir okkar gerðu óvænt fyrir okkur: